Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

10.4.2021 - Upphaf veiði 2021 og veiðitölur 2020


Veiði í Litluá og Skjálftavatni hófst 1. apríl síðastliðinn og hefur gengið ágætlega þó veður hafi sýnt á sér ýmsar hliðar. Sjá fréttir og myndir á Facebook og Instagram síðum Litluár. Fylgjast má með veiðitölum í Litluá og Skjálftavatni í appinu Angling IQ en veiðimenn skrá í rafræna veiðibók í Keldunesi.

Eftirfarandi er síðbúin samantekt á veiðitölum fyrir síðastliðið sumar. Alls veiddust 1070 fiskar í Litluá en það er nokkur samdráttur frá fyrra ári. Í Skjálftavatni veiddust 835 fiskar sem er um 20% aukning frá síðasta ári. Á vatnasvæðinu veiddust samtals 1905 fiskar en á árinu á undan veiddust 2247 fiskar og því er því um 15% samdrátt í heildarveiði að ræða á milli ára. Skýringin á samdrættinum í veiði er fyrst og fremst minni sókn vegna COVID-19 faraldursins.

Eins og fyrri ár er enginn skortur á vænum fiskum í Litluá og Skjálftavatni.


Skipting á tegundir er eftirfarandi, tölur frá 2010-2019 eru með til samanburðar: