19.7.2015 - Veiđitölur til 4. júlí 2014 Veiði hefur gengið ágætlega í Litluá og Skjálftavatni fyrstu
þjá mánuði veiðitímans þrátt fyrir nokkuð kalt veðurfar og rysjótt. Hefur vorið
í ár verið gjörólíkt vorinu 2014 sem var sérstaklega gott veðurfarslega. Frá
upphafi veiðitímans 1. apríl til 4. júlí hafa veiðst 677 fiskar í Litluá og 205
fiskar í Skjálftavatni eða 882 fiskar alls á vatnasvæðinu. Þetta er lítillega
minni heildarveiði en á svipuðum tíma á síðasta ári og er minni sókn vegna
óhagstæðara veðurfars líklegasta skýringin. Talsvert hefur veiðst af vænum
fiskum, t.d. upp í 75 cm urriða og 72 cm bleikju. Hátt hlutfall aflans er yfir 50
cm.
Skipting á tegundir í Litluá og Skjálftavatni er eftirfarandi:
Litlaá 1.
apríl til 4. júlí 2015
Urriðar 598
Bleikjur 79
Lax 0
Samtals 677
Skjálftavatn 1.
apríl til 4. júlí 2015
Urriðar 51
Bleikjur 154
Lax 0
Samtals 205
Alls á vatnasvæði 882
Til baka
|