English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
15.2.2015 - Stórfiskar hafa vetursetu.

Þeir dvelja stórir í Litluá og Skjálftavatni að vetrinum! Sem liður í að skrásetja betur ferðalög fiska á milli Skjálftavatns og Litluár hefur verið veitt og merkt á svæðinu. Nýverið voru merktir nokkrir fiskar í Skjálftavatni og kom þá í ljós að talsvert er af fiski á þekktum veiðistöðum. Hér má sjá veiðimanninn Steingrím Friðriksson með 86cm urriða sem samkvæmt formúlum gæti verið 15-20 pund. 


Við biðjum veiðimenn að huga að merkjum í fiskum og skrifa niður númer ef þeir veiða slíka fiska og setja í veiðibókina. Það er einnig mjög mikilvægt að allur afli sé skráður í veiðibækur áður en veiðimenn fara af svæðinu en nokkur vanhöld eru á þessu. Biðja leigutakar veiðimenn að hafa þetta í huga því mikilvægt er að skýrslur séu réttar.  

Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com