English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
26.4.2012 - Spennandi veiđi í Skjálftavatni
Leigutökum Litluár er mikil ánægja að upplýsa að veiðistaðir í Skjálftavatni bætast nú við í veiðistaðaflóru Litluár. Sett hefur verið nýtingaráætlun fyrir Skjálftavatn og leyfir það fimm stangir í vatninu. Leigutakar og Veiðifélag Litluárvatna hafa því ákveðið að veiðimenn í Litluá geti einnig veitt í Skjálftavatni og gilda sömu reglur og í Litluá. Á síðasta ári var gerð tilraun með veiði í Skjálftavatni og gafst hún afar vel og lentu sumir veiðimenn í torfum af fiski, urriða og bleikju, í vatninu. Alls voru veiddir 265 fiskar í vatninu á síðasta sumri.


Þeir veiðistaðir sem gáfu best í fyrra eru út frá uppsprettum við svokallað Jonnatún við Tjarnaleitisrétt. Þegar farið er að þessum veiðistöðum er ekið austur þjóveginn frá Keldunesi, ekinn afleggjari að Tjarnarleitisrétt og bílnum lagt þar. Allur akstur á túnum er bannaður. Stutt ganga er frá réttinni að vatninu og hægt að ganga í túnjaðrinum. Einnig er hægt að ganga meðfram vatninu frá Keldunesi en það er talsvert lengri ganga. Ljóst er að veiði í Skjálftavatni er ekki fullkönnuð og veiðimenn því hvattir til að reyna fyrir sér sem víðast í vatninu. Unnið er að merkingum á fiski í Skjálftavatni og Litluá til kanna göngumynstur fiska á vatnasvæðinu og eru veiðimenn beðnir að skrá niður númer á merktum fiskum og færa inn í veiðibók en sérstök veiðibók er fyrir Skjálftavatn. Skjálftavatn myndaðist á árinu 1976 og er því "nýtt" vatn þar sem lífríkið er í þróun og því afar spennandi að fylgjast með því hvernig fluguveiði í vatninu þróast.Til baka
Myndasafn
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com