English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
6.4.2010 - Veiđi í Litluá hófst 1. apríl.
Veiði í Litluá í Kelduhverfi hófst 1. apríl. Vetrarveður er á svæðinu, frost og snjór. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fór veiðin vel af stað, enda er Litlaá þekkt fyrir vorveiði og hjálpar þar hátt hitastig árinnar. Strax fyrstu klukkustundirnar veiddust margir góðir fiskar og voru veiðimenn ánægðir með árangurinn.

Nýjir leigutakar tóku við Litluá nú í vor og að sögn þeirra hefur sala veiðileyfa farið vel af stað og einkum er mikið orðið bókað fyrripart og seinnipart veiðitímans en meira laust yfir miðsumarið.


 
 

Veiðimenn settu í góða Urriða í Litluá.


Ekki voru aðstæður upp á það besta við opnun Litluár, gekk á með éljum.


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com