|
12.4.2015 - Opnun 2015 Opnunin í Litluá gekk með ágætum þó ekki léki veðrið við
veiðimenn. Nægur fiskur var í ánni og fékk opnunarholl Stefáns Hrafnssonar og
félaga um 170 fiska á þrem veiðidögum þrátt fyrir ekki væri hægt að stunda
veiðina af fullum þunga vegna veðurs. Meðfylgjandi myndir eru frá Stefáni og
félögum. Sjá einnig frétt fá opnuninni á Litluá á Facebook. Þó veðrið sé
misjafnt á þessum upphafsdögum veiðitímabilsins er Litlaá alltaf vel veiðanleg,
enda með upptök í volgum lindum, Brunnum. Þetta volga vatn blandast síðan vatni
úr Skjálftavatni sem er mjög kalt á þessum árstíma en hitnar þegar líður á
sumarið.
Nú í byrjun apríl mældist vatnshiti við útrennsli Litluár úr Brunnum um 14,9° C en 0,2° C í Seyrum, útrennsli úr Skjálftavatni við Veghyl en Skjálftavatn var ísi lagt að stórum hluta. Þetta vatn blandast þar sem Seyrur og Litlaá mætast við Höfðatá og mældist vatnshiti 9,8° C við Byttuhól sem er nokkru neðar. Það er því ljóst að aldrei myndast krapi í Litluá sem hindrar veiði. Í Seyrum getur hins vegar verið slíkur krapi þar sem vatnið er mjög kalt en það er hins vegar um mjög takmarkað veiðisvæði að ræða. Ef snjóalög hindra aðkomu að ánni að norðan má benda veiðimönnum á að þægilegt getur verið að nálgast ána frá þjóðveginum að sunnan, t.d. á móts við bæina Krossdal og Laufás eða frá Skúlagarði. Leigutakar óska veiðimönnum ánægjulegra daga á bökkum Litluár í á veiðitímabilinu.
Til baka
|
|
FRÉTTIR
7.11.2019 Veiðitölur sumarið 2019  Nú liggja fyrir veiðitölur fyrir síðastliðið sumar. Alls
veiddust 1559 fiskar í Litluá en það er óveruleg breyting frá fyrra ári. Í
Skjálftavatni veiddust 688 fiskar sem er um 4% minna en á síðasta ári. Á
vatnasvæðinu veiddust samtals 2247 fiskar en á síðasta ári veiddust 2281 fiskar
og því er því um óverulega breytingu að ræða á milli ára.
Lesa meira
|