English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
9.8.2013 - Veiđitölur úr Litluá og Skjálftavatni
Það hefur verið frekar tíðindalítið hér á heimasíðunni í sumar en það sama er ekki hægt að segja um bakka Litluár og Skjálftavatns því veiði hefur gengið með miklum ágætum.  Fjöldi veiðimanna hafa farið ánægðir heim eftir frísklegar viðureignir við stóra fiska. Einn þessara veiðimanna er Robin Wise sem er á myndinni með myndarlegan urriða úr Skjálftavatni.  Gísli Árnason tók myndina. 
Þann 30 júlí höfðu veiðst alls 1620 fiskar á veiðisvæðinu, þar af 462 í Skjálftavatni.
 

Skipting á tegundir er eftirfarandi:

Litlaá:
Urriðar..............................841
Bleikjur.............................316
Lax....................................1

Skjálftavatn:
Urriðar..............................72
Bleikjur.............................390


Samtals á veiðisvæðinu ..... 1.620 fiskar


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com