English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
19.5.2013 - Skjálftavatn fariđ ađ gefa
Síðdegis 6. maí veiddust fyrstu fiskarnir í Skjálftavatni og þeir ekki af verri endanum. Allt voru þetta urriðar og sá stærsti var 80cm langur vel feitur boltafiskur sem tók hraustlega í hjá veiðimanninum.
Var það Steingrímur Friðriksson stórveiðimaður sem veiddi þarna 6 fyrstu fiska veiðitímans í Skjálftavatni. Tóku þeir undir kvöld og um kvöldið á veiðistað sem nefnist Uppsprettur. Almennt hefur verið mjög góð veiði í Litluá það sem af er veiðitímabils. Fremur kalt hefur verið í veðri en margir veiðimenn láta það ekki á sig fá.

Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com