English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
12.12.2011 - Styttist í veiđisumariđ 2012
Leigutakar Litluár hafa ákveðið eftir talsverða umhugsun að halda sömu verðum á veiðileyfum til veiðimanna sumarið 2012. Verður þetta þriðja árið í röð eða síðan núverandi leigutakar tóku við ánni að sama verð í krónutölu verður á veiðileyfum. 

Þrátt fyrir umræðu um að víða sé mikil hækkun á leyfum framundan, þá þykir leigutökum Litluár miklar hækkanir ekki endurspegla ástandið í þjóðfélaginu. Væntingar eru um að fleiri veiðimenn sjái sér frekar fært að kaupa veiðileyfi, sé verðinu stillt í hóf.
Mjög góð veiði var í Litluá á þessu ári og alls veiddust 1830 fiskar í Litluá og Skjálftavatni, þar af 260 í vatninu. Til samanburðar þá veiddust 1244 fiskar í Litluá árið 2010.
Þegar er talsvert orðið bókað fyrir árið 2012 af föstum viðskiptavinum en næstu daga mun framboðið birtast á netinu í almennri sölu á www.litlaa.is. Boðið verður upp á staka daga og tveggja daga holl um helgar. Ef sérstakar óskir eru um samsetningu leyfa, er hægt að hafa samband við leigutaka með pósti á litlaa@live.com og verður orðið við þeim þegar mögulegt er.
 Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com