English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
10.10.2011 - Frásögn fengsćls veiđimanns
Í dag lýkur veiðitímanum í Litluá. Sumarið hefur verið gjöfult en nánar verður gert grein fyrir því síðar hér á síðunni.  Hinn fengsæli veiðimaður Þórarinn Blöndal, einn af vinum Litluár, sendi okkur þessa skemmtilegu frá sögn sem hér fer á eftir ásamt myndum sem finna má í myndaalbúmi síðunnar. Við þökkum Þórarni fyrir frásögnina.
 
 
 

Sendi hérna nokkrar myndir frá liðnum ferðum. Voru þær frábærar eins og allar ferðir í Litlá. Voru væntingar miklar fyrir ferðirnar og aldrei brást Litlá frekar enn fyrri daginn. Helgina 16-19 sept var ég með félaga mínum Gísla Einarssyni og fyrir ferðina lofaði ég honum því að hann myndi setja í sinn stærsta urriða. Sem varð raunin því hann landaði 69 sm hnausþykkum og voldugum urriðahæng í Tungusporðinum. Síðan fórum við eldri sonur minn Gunnar helgina eftir og aftur lofaði ég metfiski. Sagði ég honum það að í Litlá færi maður til að eltast við mannskæða stórfiska. Þetta var afmælisferð en hann varð tvítugur í haust. Hann var ekki gamall þegar hann fór með mér fyrst í Litlá en hafði ekki komið með síðustu ár.

Og áin tók vel á móti honum, hann setti ekki í metfisk heldur metfiska!
 
Landaði hann 69 sm urriða uppí vatni og bleikju sem var ríflega 65 sm. Síðan setti hann í boltafisk á Laufásbreiðunni sem var ca 70 sm en missti hann í löndun. Flugan datt úr fiskinum rétt við tærnar á okkur. Það var sennilega eftirminnilegasti fiskurinn, slagurinn var harður og fiskurinn fór um á sporðinum um allan hyl. En það er afar tilkomumikið að sjá þessa stóru fiska koma þannig upp og taka dansinn.
 
 Strákurinn er harðákveðinn í því að koma aftur og var gleði hans fölskvalaus þegar við kvöddum Litlá.
 Þakka ég aftur fyrir mig og mína, þetta var frábært veiðisumar í Litlá.Til baka
Myndasafn
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com