English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
23.8.2011 - Tilraunaveiđi framar vonum

Leigutakar Litluár og stjórn veiðifélags Litluárvatna ákvað á dögunum að láta á það reyna hvort ekki væri hægt að stunda fluguveiðar í Skjálftavatni. Skemmst er frá því að segja að þessar veiðar hafa farið fram úr björtustu vonum. Eftir árangurslausar tilraunir í byrjun, þá fundust veiðisvæði sem gáfu vel.

 


Veiðimenn hafa fengið allt upp í 20 fiska og þar yfir á dagparti. Var það Þórarinn Blöndal vanur veiðimaður í Litluá sem reið á vaðið og setti í margar bleikjur á skömmum tíma. Þá hafa veiðimenn sem hafa verið við veiðar í Litluá reynt fyrir sér í Skjálftavatni með góðum árangri. Sem dæmi má nefna voru þrír Skotar við veiðar í Litluá á vegum Kristjáns Ben hjá Iceland Angling Tavel og veiddu þeir ágætlega í ánni. Reyndu þeir fyrir sér í Skjálftavatni og fengu allir fiska. Á meðfylgjandi mynd má sjá einn Skotann frekar ánægðan með sinn 8 punda urriða.

Sömu reglum er fylgt við veiðar í Skjálftavatni og eru í Litluá þ.e.a.s. eingöngu er veitt á flugu og öllum fiski sleppt


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com