English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
25.7.2011 - Ánćgđir veiđimenn í blíđskapar veđri

Í síðustu viku var Þórarinn Blöndal við veiðar í Litluá ásamt veiðifélögum sínum. Fengu þeir meðal annars daga þar sem var sól og logn sem er reyndar ekki besta veiðiveðrið en þrátt fyrir það voru veiðimennirnir ánægðir. 


Fengu þeir upp í 55sm bleikjur en urriðinn hafði hægt um sig í sólinni. Samt sem áður hljóp heldur betur á snærið hjá austurrískum veiðifélaga þeirra sem var að veiða í Litluá í fyrsta sinn og fékk hann 66sm urriða á Laufásbreiðunni og 70sm lax á Klöppinni. Eftir að Þórarinn hafði verið að reyna við fiska sem hann sá talsvert af í ánni þennan bjarta dag, ákvað hann að enda daginn í Veghyl í miðnætursólinni. Það var ekki að sökum að spyrja, þar fékk hann strax tvo góða fiska, 50sm og 71sm og yfirgáfu hann og félagar hans ána sælir með frábæra veiðiferð.

Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com