English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
25.7.2011 - Sveigjanlega veiđitímanum vel tekiđ

Sveigjanlega veiðitímanum hefur verið vel tekið af veiðimönnum enda höfðu þeir eindregið óskað eftir því að fá aftur að nýta hin kyrrlátu miðsumarkvöld sem henta vel til fluguveiði.   


Fátt jafnast á við að kasta flugunni á lognkyrrum sumarkvöldum þegar nálgast sólarlag og hafa margir veiðimenn nýtt sér þann möguleika að hefja seinni vaktina kl. 19:00 og veiða þá fram til kl. 01:00. Fyrir ána skiptir þetta engu máli því hún fær alltaf sína 12 tíma hvíld samkvæmt reglum. Þessa friðsælu mynd fengum við frá Þórarni Blöndal sem var við veiðar í ánni nýverið.   

Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com