English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
29.4.2011 - Sveigjanlegur veiđitími - Miđnćturveiđi
Leigutakar Litluár og Veiðifélag Litlárvatna hafa sameinast um að bjóða upp á sveigjanleika í veiðitíma yfir sumarmánuðina. Þannig geta veiðimenn nú veitt fram yfir miðnættið yfir bjartasta tíma sumarsins. Veiðimenn hafa kallað mjög eftir því að fá sveigjanleika í veiðitímann m.a. til að geta veitt á björtum síðkvöldum þegar mjög oft er stafalogn, þó hafgolu hafi gætt að deginum.
 
Í aprílmánuði hefur verið samfelldur veiðitími frá 9 til 21. Frá 1. maí til 15. september verður veiðitími þannig að morgunvaktin er frá 7 til 13 en kvöldvaktin frá 16-22 með +/-3 klst. sveigjanleika. Þetta þýðir að kvöldvaktina er t.d. hægt að byrja kl. 19 og veiða til eitt eftir miðnætti yfir bjartasta tíma sumarsins. Þegar dagurinn er farinn að styttast síðsumars og í haust er t.d. hægt að veiða frá kl.14 til 20. Morgunvaktin er alltaf 7-13. Heildar veiðitími yfir daginn er alltaf 12 tímar og skal veiði hefjast á heilum tíma. Allir veiðimenn sem eru í ánni samtímis skulu nota sama veiðitíma og þurfa því að koma sér saman um hann og tilkynna til leigutaka. Leigutakar vonast til að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá veiðimönnum.

Frá 15. september til loka veiðitímans er gert ráð fyrir samfelldum veiðitíma frá kl. 8 til 20.
Veiðimenn, segið ykkar skoðun á þessu fyrirkomulagi á Facebook síðu okkar en tengill á hana er hér á síðunni.


Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com