English | Íslenska 0 hlutir í körfunni, samtals 0 Kr.
2.4.2011 - Mok í opnuninni

Það er ekki ofsögum sagt að veiðin í Litluá hafi byrjað með krafti 1. apríl. Yfir 80 fiskar komu á land fyrsta daginn en allar stangirnar voru seldar og var það lið valinkunnra veiðimanna sem opnaði ána. Einkum var mikið af fiski sem hafði bunkast saman í Veghyl efst í ánni og voru þar margir stórir.  

Hér má sjá Þóri Grétar sem var í opnunarhollinu hampa einum af mörgum sem komu á land þennan fyrsta dag sem veiðimenn höfðu beðið eftir með mikilli tilhlökkun.

Enn eru laus veiðileyfi næstu daga í Litluá og er vefsalan opin hér til hliðar á heimasíðunni undir "Veiðileyfi".

Til baka
MYNDIR

Litlaá í Kelduhverfi | Keldunesi | Sími 465 2275 | litlaa@live.com